Það er eitthvað stórmerkilegt sem gerist við að fara út í hvaða veðri sem er og hreyfa sig. Það verður allt svo miklu betra á eftir. Sama hvað á bjátar í lífinu, og hversdagurinn getur oft verið bara hundleiðinlegur en þá verður allt miklu bjartara og betra við það að fara út og hreyfa sig. Það er eins og það hreinsist til í kollinum á manni og maður sér hlutina í skýrara og betra ljósi.
Gleðin sem fylgir því að komast út í náttúruna er hreinlega ólýsanleg. Það fylgir því mikil hamingja og lífsfylling að hreyfa sig, ekki síst í góðum félagsskap. Aldrei hætta að hreyfa sig!