Um Sælar

Sælar urðu til í kófinu

COVID - 19 gerði það að verkum að ekki hefur verið hægt að æfa í jafn stórum hópum og áður, minna hefur verið að gera hjá okkur en vanalega. Við vorum búnar að vera brjóta heilann um hvort við gætum miðlað og hvatt aðrar konur -og karla til að taka stökkið og njóta á sama hátt og við erum búnar að gera- og hvergi nærri hættar. Þá kviknaði þessi hugmynd að stofna vefsíðu þar sem við gætum miðlum af okkar reynslu og annarra og í leiðinni bent á og selt vörur sem orðið hafa á vegi okkar í útivistinni.

Við erum allar miðaldra, sumar giftar og allar með börn á misjöfnum aldri en öll eru þau að verða nokkuð sjálfbjarga. Nú höfum við tíma til að sinna okkur sjálfum og komust að því að að við gefum svo miklu meira af okkur þegar við náum að hreyfa okkur. Við erum mjög meðvitaðar um að það eru forréttindi að vera á þessum stað, að hafa heilbrigðan líkama og geta hreyft sig án vandkvæða. Við erum afar þakklátar og auðmjúkar og afskaplega hamingjusamar.

Við erum Sælar og finnum gleði í útivist og hreyfingu í góðum félagsskap

Okkur finnst bæði gott og gaman að vera á iði og takast á við áskoranir og viljum hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.

Við erum ólíkar en eigum það sameiginlegt að taka okkur sjálfar ekkert of alvarlega eins og myndin sýnir, sem gerir okkur á einhvern hátt svo óskaplega gott lið. Stundum kaupum við okkur liðabúninga og mætum til leiks í gulu hlaupajökkunum okkar eða rauðu fjallahjólapeysunum en oftast er hver með sínu sniði. 

Hreyfing og tíska fer vel saman. Hér ætlum við að selja gæðavörur sem má nota í sportinu eða bara hvar sem er. Við byrjum með sölu á sokkum frá hollenska fyrirtækinu XPOOOS. Þetta eru ekki útivistasokkar en algjörlega fullkomnir fyrir og eftir allar æfingar. Gæðamerki sem óhætt er að mæla með.

Sælar - á leið í Urriðavatnssund
Við erum 
Hrönn
Karen 
Sóley