ÚTIVIST, GLEÐI OG NETVERSLUN
Við erum þrjár konur sem hófum saman vegferð fyrir nokkrum árum sem ekki sér fyrir endann á. Við hreyfum okkur reglulega sem hefur breytt lífi okkar til hins betra.
Hér miðlum við gleðinni sem felst í útivist og hreyfingu með pistlaskrifum og viðtölum, við setjum okkur markmið og deilum næstu íþróttaáskorunum.
Við ætlum líka að selja vandaðar vörur sem gera okkur sælar, aðallega fatnað sem tengist útivist og tísku og úrvalið mun aukast á næstu vikum.
Við seljum sokka sem við féllum fyrir í skíðaferð í Frakklandi með vinkonum okkar rétt áður en COVID-19 skall á. Sokkana má nota fyrir og eftir útivist.
Við seljum gæðafatnað frá Perfect Moment sem við kynntumst líka í skíðaferð. Mjúkar og hlýjar ullarpeysur og ýmsa fallega fylgihluti.
Hugmyndin að þessari síðu kviknaði í kófinu, við viljum hvetja okkur og aðra til hreyfingar og við ákváðum að byrja á að flytja fallegar vörur sem gleðja.
VIÐ SELJUM BARA ÞAÐ SEM OKKUR FINNST FALLEGT
FERÐASÖGUR, HUGMYNDIR OG HVATNING
Ég var í skólaliðinu í blaki í Hagaskóla í gamla daga og þar með er upptalinn minn keppnisíþróttaferill þar til ég skráði mig í FÍ Landvætti haustið 2018, rúmlega fimmtug!...
Ég er Landvættur númer 450. Tímatalið mitt er að einhverju leyti fyrir og eftir Landvætti. Ég hóf ekki að stunda íþróttir að neinu marki fyrr en eftir fertugt og til að setja...
Ég heiti Sóley Elíasdóttir og mín helstu afrek sem íþróttamanneskja eru að hafa stundað ballet sem barn, vera landvættur og að hafa lært mjög ung á skíði. Foreldrar mínir...
ALLIR ÚT AÐ LEIKA - GÆÐAVÖRUR Á GÓÐU VERÐI