Spurt og svarað

Hvernig kemst ég í hlaupahóp?

Það eru margir hlaupahópar á landinu og ef eitthvað er fer þeim fjölgandi. Einfaldasta leiðin er að finna hlaupahóp í sínu hverfi og mæta svo á æfingu. Það taka allir vel á móti þér og mundu að allir hafa einhverntíman verið byrjendur. Byrjaðu bara að googla, koma svo!

Þarf ég að kunna á svigskíði til að fara á gönguskíði?

Einfalda svarið er nei en þú þarft að kunna að ganga.

Er ég of gömul til að hlaupa maraþon?

Það er afar ólíklegt. Hér fylgir listi yfir elstu maraþonhlauparana, ertu eldri en einhver þeirra?

https://www.oldest.org/sports/marathon-runners/

Er hægt að læra skriðsund eftir fertugt?

Já að sjálfsögðu, það eru sundnámskeið fyrir fullorðna í mörgum af sundlaugum landsins. Þær þrjár sem hér skrifa hafa farið á námskeið í Garðabæ, Kópavogi og í Laugardal.

Verð ég að eignast litríka sokka til að njóta velgengni?

Nei, en það gerir lífið skemmtilegra :D

Get ég skilað eða skipt vöru sem ég kaupi á Sælar?

Ef þú lendir í vandræðum með pöntunina þína eða vöruna, vinsamlegast hafið samband og við endurgreiðum vöruna, eða sendum þér nýja. Þú hefur 15 daga, frá því þú móttekur vöru frá okkur, til að hætta við kaupin að því tilskildu að þú hafir ekki notað hana og að hún sé í upprunalegu ástandi. Hafðu samband.

Við viljum að þú fáir vöruna í fullkomnu standi. Ef vörurnar hafa skaddast á leiðinni til ykkar, vinsamlegast látið okkur vita svo við getum bætt flutninga ferlana hjá okkur.