Vörumerkin okkar

Við hjá Sælar veljum vörumerki af kostgæfni, aðeins það sem uppfyllir okkar kröfur um gæði, notagildi og fagurfræði kemst í gegnum nálaraugað. Við seljum nefnilega bara það sem okkur finnst fallegt.

Perfect Moment er eitt af okkar uppáhalds vörumerkjum, smart, vandað og einstakt í sínum flokki!

Hér á síðunni finnur þú hágæða vörur frá þeim, eins og peysur úr merínóull, skíðabuxur, úlpur, húfur og hárbönd sem henta í útivist, hvort sem það eru göngur, skíði eða einfaldlega í daglegt líf. 

Skíðapeysurnar frá Perfect Moment eru ekki bara hlýjar, heldur líka sérlega klæðilegar og stílhreinar. Þetta eru lúxuspeysur sem henta fullkomlega í "casual smart" stemningu eftir dag í fjallinu - hvort sem það er á veitingastað, bar eða í göngutúr heima.

Perfect Moment var stofnað í  Chamonix árið 1984 af franska skíðakappanum og kvikmyndaleikstjóranum Thierry  Donard, sem hafði ástríðu fyrir gæðum og fallegri hönnun.

Frá upphafi hefur vörumerkið byggt orðspor sitt á notkun hágæða efna sem standast kröfur um endingu, þægindi og útlit.

Það er dásamlegur retróblær yfir þessum litríku flíkum, þær minna okkur á æskuárin og vekja hlýjar minningar. Kannski er það einmitt ástæðan fyrir því að við féllum strax fyrir þeim.

Perfect Moment vörurnar eru tímalaus klassík. 

XPOOOS 

XPOOOS er hollenskt vörumerki sem sérhæfir sig í einstökum og framúrskarandi sokkum fyrir bæði konur og karla.

O-in þrjú í nafninu standa fyrir Original, Outstanding og Out of this World og við getum svo sannarlega staðfest að það stendur fyllilega undir nafni. 

Við höfum nánast eingöngu notað XPOOOS sokka síðustu ár, við buxur, kjóla eða pils, þeir eru alltaf jafn flottir og slitna vart, enda gerðir úr bestu fáanlegu efnum og með ástríðu fyrir smáatriðum. 

Sokkarnir eru hreinlega listaverk.

Gerðir til að þú skerir þig úr, gerðir til að þú njótir þess að vera þú!