Saga SPP hefst í sportvöruverslun á Ísafirði snemma vors 2019 þegar við, án þess að hafa nokkuð rætt það áður, gengum allar út úr búðinni í svörtum spandexgöllum! Við vorum staddar á Ísafirði til þess að taka í þátt í Fossavatninu, 50 km gönguskíðamóti. Fyrsta keppnin okkar í átt að Landvættaáfanganum langþráða. Í búðinni var gantast með svartan spandex sem bestu gönguskíðamenn í heimi keppa gjarnan í og Bobbi sölumaður var óspar á lýsingarorðin þegar við létum tilleiðast og mátuðum þessa þröngu galla sem við á endanum keyptum. Við hlógum mikið og áður en við vissum af kom þetta flotta heiti á okkar félagsskap; Svörtu pardusapíurnar. Við þremenningarnir eigum það sameiginlegt að hafa hafa aldrei áður verið virkar í íþróttafélagi og ákváðum því þarna á staðnum að okkar íþrótta- og vinkonufélag myndi heiti SPP - Svörtu pardusapíurnar. Við erum búnar hlæja mikið af þessu heiti síðan, en tökum eftir að ekki finnst öllum þetta jafn fyndið og okkur. :)  Leiðir okkar þriggja lágu fyrst saman á kynningarfundi FÍ landvætta haustið 2018. Sóley og Karen komu saman á fundinn og Hrönn sem kom aðeins of seint, settist hjá þeim eiginlega fyrir tilviljun, og þótt það hafi ekki verið planið í upphafi, ferðuðumst við saman það sem eftir lifði af þessu landvættaprógrammi, á alls kyns útivistaræfingar og íþróttakeppnir víða um land og við erum hvergi nærri hættar. Við urðum óaðskiljanlegar bestu vinkonur þarna í búðinni hjá honum Bobba, það bara gerðist eitthvað.