Lífshamingja okkar felst að miklu leyti í því að vera úti og hreyfa okkur, að vera í skemmtilegum félagsskap og ekki er það verra að fá nýjar áskoranir eins og t.d. að skrá sig á mót og vera alltaf með nýjar þrautir á planinu.
Okkur finnst gaman að taka þátt í áskorunum, eins og Vesturgötunni, hlaupahátíð Vestfjarða, Fjarðarmótinu og Urriðasundinu svo fátt eitt sé nefnt. Til að þetta gangi upp þarf að vera á iði allt árið, halda jafnvægi á svefni, mataræði og hreyfingu og njóta svo hvíldardaganna inn á milli því þeir eru mikilvægur þáttur í æfingaplaninu.Að halda heilsunni góðri er lykillinn að hamingjuríkara lífi.