Sjálfstraust er val. Afstaðan er mikilvægust. Það er gott að líta á trúna á sjálfan sig og eigin getu sem val. Ekki er alltaf hægt að vera í sigurliðinu, og alls konar getur komið uppá en það er hollt að ákveða að ætla samt að mæta í aðstæðurnar í dag með óbilandi trú á sjálfan sig og eigin getu. Hvað þarf að breytast hjá þér svo þér líði betur? Við vitum svarið og þú líka! Gott er að velta fyrir sér hver er uppskrift að góðum degi og finna þannig út hvað virkar fyrir mann. Allir eru sérstakir. Það er enginn eins og þú. Hvað þarf að breytast hjá þér svo að þú náir að blómstra? Hvaða venjur í þínu lífi eru að virka og hvað gerist ef þú afskrifar bara eina venju sem virkar illa? Af hverju ekki að einfalda hlutina og byrja á því að fara út að skokka eða skella sér á skíði. Þá tæmist hugurinn um stund af vandamálum líðandi stundar og þú kemur tilbaka léttari í lund, átt auðveldara með að leysa málin og láta þér líða vel sem og jafnvel öðrum í kringum þig.