Við í SPP urðum verulega góðar trúnaðarvinkonur á ferðalögum okkar um landið. Að hossast í bílnum á leiðinni á mót eða heim úr æfingaferð og tala við vinkonur sínar getur verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi. Það varð strax til góð kemistría á milli okkar og við sögðum hver annarri ýmsa hluti sem aðeins er hægt að ræða á þjóðvegum landsins. Gott er að stoppa á leiðinni og njóta náttúrunnar, anda að sér gróðurilmi og eða fersku lofti, taka jafnvel litla ferðagrillið uppúr skottinu og slá upp veislu við næsta rjóður eða stöðuvatn eins og við gerðum s.l. sumar við Vatnsdalsvatn á Vestfjörðum. Við mælum með „roadtrips“ og ekki er verra að hafa góðan lagalista við höndina, hér fylgir okkar góði þjóðvegalista:

https://open.spotify.com/playlist/5RmY4Imimj620yQRfmMScd?si=1vs3LDW0QWqCwPVUIOGLwA