Við erum mjög spenntar fyrir að hefja sölu á fatnaði frá Perfect Moment sem er eitt besta og smartasta útivistarvörumerki sem við þekkjum!

Á www.sælar.is finnur þú hágæða peysur úr merínó ull, fylgihluti; húfur og hárbönd og buxur sem henta í útivist svo sem göngur og skíði en ekki síður hversdags. 

Skíðapeysurnar frá PM eru ekki aðeins hlýjar heldur líka mjög klæðilegar og fallegar. Þetta eru lúxuspeysur fyrir hið fullkomna augnablik. Við notum okkar peysur ekki bara í útivist heldur líka í dagsins amstri á veturna og þegar við viljum vera „casual smart“ og hlýtt t.d. þegar við förum á barinn eða út að borða eftir góðan dag í skíðabrekkunum.

PM var stofnað fyrir um 20 árum í  Chamonix í Frakklandi af skíðakappanum og kvikmyndaleikstjóranum Thierry  Donard, sem vildi hafa gæðin og smekklegheitin í fyrirrúmi. 

PM  byggir orðstír sinn á að nota alltaf bestu fáanleg efni til að tryggja endingu, gæði og þægindi.

Það er smá retróstíll yfir þessum litríka fatnaði, hann minnir okkur á þegar við vorum  unglingar, og kannski þess vegna féllum við alveg kylliflatar fyrir honum.

Perfect Moment vörurnar eru tímalaus klassík. 

Við keyptum inn takmarkað upplag, svo fyrstur kemur, fyrstur fær!