Hin árlega Fossavatnsganga á Ísafirði fór fram um helgina og Sælar sendu sitt besta lið til keppni í 50 km skíðagöngu. Þrátt fyrir kafaldsbyl og ansi krefjandi aðstæður á vestfirsku heiðunum tókst öllum í liðinu að ljúka keppni. Allar heilar og sælar og eitt brotið skíði. Við lærðum það enn og aftur við þessar erfiðu aðstæður hvað þrautseigja og þrjóska getur komið manni áfram. Sigurvíma nær varla utan um gleðina sem fylgdi í kjölfarið. Við erum þakklátar og stoltar.