Besta æfingaaðstaðan er úti

Náttúran er allt um kring og þar finnst okkur besta æfingaaðstaðan. Gott er að eiga félaga sem er hægt að hringja í jafnvel með stuttum fyrirvara og skokka með honum t.d. á Helgafellið eða skreppa einn hring á gönguskíðum í Bláfjöllum. Ef ekki eru félagar fyrir hendi  þá er nóg af alls kyns æfingahópum sem hægt er að skrá sig í. Vötnin í kringum höfuðborgarsvæðið eru mörg og þau er gaman að hringa t.d Hvaleyrarvatn og Vífilsstaðavatn. Það eru göngu- og hjólastígar víða í skógræktarsvæðunum til dæmis Ríkishringurinn dásamlegi í Heiðmörkinni sem hægt er að hlaupa eða skíða. Listinn er langur og útum allt land.