Sumarfrí þarf ekki að vera flókið til að verða ógleymanlegt. Stundum er nóg að anda djúpt, stíga út í náttúruna og leyfa líkamanum að hreyfa sig af gleði. Hvort sem þú ert á leið í tjaldútilegu, sumarhús eða ferðalag um þjóðveginn þá geta hreyfing og vellíðan verið hluti af ferðinni. Kúnstin er að pakka létt og verið tilbúin í flest.

Settu þetta í bakpokann – og þú ert klár:

  • Utanvegahlaupaskór – fullkomnir í stíga, möl og mold.

  • Grunnfatnaður úr merino ull – hann andar, heldur ferskleikanum og er hlýr.

  • Stuttbuxur – fyrir sólríka daga.

  • Derhúfa og sólgleraugu – vernda þig fyrir sól og fullkomna fjallatoppamyndina.

  • Léttur vindjakki – fyrir skýjaða daga og sviptingar í veðri.

  • Sundföt – fyrir dýfu í sjóinn eða ísblátt vatnið. Mundu þó: vertu alltaf með félaga í villisundi!

Með þessu geturðu gengið, hlaupið, buslað eða einfaldlega verið – í núinu – þú og náttúran. Þetta snýst ekki um afrek, heldur tengingu. Við sjálfa þig, við landslagið og við kyrrðina sem býr í andardrættinum og fuglasöngnum.

Þegar við pökkum létt, gefum við pláss fyrir frelsi, ró og spontan ævintýri. Því það er jú það sem gott sumarfrí á að snúast um.