Ég er Landvættur númer 450.

Tímatalið mitt er að einhverju leyti fyrir og eftir Landvætti. Ég hóf ekki að stunda íþróttir að neinu marki fyrr en eftir fertugt og til að setja jákvætt sjónarhorn á það má segja að ég hafi verið að spara hnén. 

Í dag finnst mér fátt betra en vera með gott og þétt æfingaplan og ég nýt þess í botn að vera úti að leika í góðum félagsskap. Skemmtilegast finnst mér að hafa æfingarnar fjölbreyttar og að geta skipt um íþrótt eftir árstíðum og aðstæðum hverju sinni. Skíðað á veturna, hjólað á sumrin, hlaupið, synt og brasað sem mest í bland allt árið.

Útivistin og þátttaka í íþróttum hafa fært mér betri heilsu og léttari lund auk þess sem það er kjarninn í innihaldsríku félagslífi. Stóri vinningurinn er að hafa eignast mitt eigið íþróttafélag með mestu og bestu gleðibombunum. Lifi SPP.

ps. Hvernig veistu hvort einhver hefur hlaupið maraþon?

.

.

.

.

Engar áhyggjur

Viðkomandi mun segja þér frá því!

Berlín 2015

London 2021

:D