Að setja sér markmið fyrir hvert ár í hreyfingu er mikilvægt. Það er  líka hægt að taka eina viku í einu, einn mánuð eða hálft ár. Til dæmis er hægt að ákveða að hreyfa sig fjórum sinnum í viku og gera áætlun jafnvel með einhverjum félaga svo fyrir þá sem eru kannski ekki mjög staðfastir sé auðveldara að ná markmiðinu. Það er líka gott að stefna á íþróttamót, skrá sig snemma og vinna að því að komast í gott form fyrir mótið.

Í ár höfum við m.a. skráð okkur til leiks í eftirfarandi keppnisviðburðum;

Fjarðargangan,  8. febrúar á Ólafsfirði.

Fossavatnsgangan, 15. apríl á Ísafirði.

Laugavegshlaupið, 17. júlí.

Þessi listi mun breytast og vonandi lengjast eftir því sem líður á árið.