Maður fær vatn í munninn bara við að horfa á þessa sætu sokka en við mælum samt ekki með því þú fáir þér bita þótt það sé freistandi. Þessir týnast heldur ekki svo glatt í sokkaskúffunni sem er tvímælalaust kostur. Súkkulaðið og kökuskrautið gera fjörið áþreifanlegt. í þessari vöffluuppskrift sem kemur frá Hollandi eru líka sýrop á milli. Ætli kílóunum fjölgi nokkuð þótt við klæðumst þessum? Isss hver er svo sem að telja.