Tvíhliða sokkarnir eru svolítið klikkaðir – og það er einmitt það sem gerir þá svo skemmtilega. Að framan eru þeir karamellulitaðir með litríku blómamynstri í rauðum, bláum og bleikum tónum. En þegar þú snýrð þér við – BAM! – svartur bakgrunnur með blómum sem næstum því stökkva út úr sokknum.
Þeir eru stuttir, stílhreinir og smá „tvöfaldir“ í roðinu – með svörtum röndum um ökklana. Fullkomnir í strigaskóna eða þegar þú vilt aðeins minna á að þú ert ekki alveg venjuleg.
Sokkar fyrir þær sem elska smá „snúning“ og sjá fegurðina í smáatriðunum.
Litrík gleði sem fylgir þér, jafnvel þótt enginn sjái nema þú.