Froða og fönk
Hamingjan leynist einstaka sinnum í tappa – en alltaf á sokkunum þínum. Tappi Tíkarrass eru sokkar fyrir þau sem elska kaldan bjór, góðan húmor og örlítið pönk. Þeir eru þaktir litríkum töppum og vekja athygli, jafnvel þó þú takir aldrei fyrsta sopann.
Bláar, svartar og hvítar rendur gefa sportlegt yfirbragð, á meðan skemmtilegt mynstur af töppum og froðu kallar fram löngun í einn svalan ...og kannski smá dans. Stakir gera þeir lítið gagn – en saman eru þeir eins og góð hljómsveit: í takti og til í allt.
Tappi Tíkarrass er fyrir þau sem taka lífinu ekki of alvarlega en vilja samt líta vel út – hvort sem það er á bar, í partý eða bara á mánudegi.
Skál fyrir því? Eða bara taktu lagið.