Klassísk með skemmtilegu ívafi - APRÉS peysan
Prjónuð úr mjúkri 100% merino ull sem heldur á þér hita, andar vel og er einstaklega þægileg. Fallegt APRÉS mynstur að framan fangar anda skíðamenningar og gefur peysunni bæði leikandi og fágað yfirbragð.
Sniðið gerir hana fullkomna sem millilag undir skíðaúlpuna en hún er jafn falleg og smart eins og sér - með hlýjum rúllukraga sem fullkomnar útlitið.