Sprækur er fullfóðraður sundbolur, frábær í laugina, sjóinn eða stöðuvatnið. Hann er framleiddur úr carvico, sterku ítölsku hátækni efni sem er bæði mjúkt og þægilegt. Bolurinn er einstaklega teygjanlegur auk þess sem hann veitir góða vörn gegn klór og útfjólubláum geislum.
Þessi endingargóði sundbolur mun standa tímans tönn.