Segðu halló við Björn bangsa – þinn nýja sálufélaga.
Hann stendur öruggur milli grenitrjáa í fjallasalnum, með skærrauða hnefaleikahanska og óbifanlegt augnaráð. Björn er ekki bara bangsi – hann er hvatning, kraftur og tákn um að mæta deginum með reisn og seiglu.
Á tánum bregður fyrir klassísku köflóttu mynstri en upp legginn tekur við kraftmikil hönnun þar sem köflótt mynstur og rendur mætast í fullkomnu jafnvægi. Sum segja að hér sé komin hin fullkomna hönnun – í formi og litum sem tala beint til þín.
Með Birni bangsa stígurðu ekki bara út úr húsi – þú stígur inn í hringinn.
Fyrir þá sem vilja meira en bara sokka – og eru til í smá at í hversdeginum.