Peysan sem þú þarft fyrir kaldasta tímann – hlý, kósý og smart!
Einkennismerki Perfect Moment, stjarnan, fær að njóta sín til fulls á þessari fallegu rúllukragapeysu. Hlý og mjúk, gerð úr 100% Woolmark-vottaðri merino ull sem tryggir bæði gæði og þægindi. Fullkomin fyrir öll sem elska stílinn jafnmikið og skíðabrekkurnar.