Candice er úlpa fyrir konur sem vilja sameina þægindi og stíl, hvort sem það er á skíðasvæðinu, í gönguferðum eða á kaffihúsum borgarinnar. Hönnuð með glæsileika og notagildi í huga og fóðruð með 700-fill-power dúnfyllingu sem tryggir einstaka hlýju og léttleika.
Losanleg hetta sem passar yfir hjálminn og mittisbelti sem mótar sniðið gefa úlpunni fjölbreytt notagildi, hún er jafn fullkomin í brekkunni og í borginni. Skarpar línur og úthugsuð smáatriði, frá skíðapassavasa að utan til geymslu fyrir gleraugu að innan. Þetta er ekki bara úlpa, þetta er "yfirlýsing"!