Hjólið eru sokkar sem rúlla með þér í gegnum daginn. Þeir eru fyrir þau sem elska hjólreiðar, form og lit – eða bara vilja sprengja sitt eigið FTP með stæl.
Á sokkunum má sjá formfögur hjól í sterkum litum með hrútastýri, örvar og grafísk mynstur – allt á bakgrunni sem minnir á veðraðan húsvegg. Þetta eru sokkar fyrir þau sem kjósa að fara sínar eigin leiðir.
Hvort sem þú þeysist um borgina á léttu hjóli eða vilt einfaldlega vera í skemmtilegum sokkum – þá heldur Hjólið áfram að rúlla með þér í góðan dag.