Herra Níels – skemmtikraftur á fæti
Þessir sokkar frá XPOOOS eru sannarlega ekki fyrir þá feimnu! Með djörfu mynstri af höfuðkúpuapa og skærum gulum lit gefa þeir hversdagslúkkinu sérstöðu og smá villimannastæl.
Úr mjúku og léttu efni sem andar vel og heldur þægindum allan daginn, hvort sem þú ert í vinnunni eða á eigin frumskógarslóðum. Teygjanlegt stroff tryggir að þeir sitji vel, allan daginn.
Fyrir þá sem kjósa stíl með attitjúd og kunna að meta smá apabrag. 🐒💀🧦
Fróðleiksmoli: Hver er Herra Níels?
Aðdáendur Línu Langsokks muna eflaust eftir apanum hennar, herra Níels. Hann er ekki bara krútt, heldur fulltrúi tegundarinnar Saimiri boliviensis – eða höfuðkúpuapi, eins og hann kallast á dönsku (dødninghovedabe) og þýsku (Totenkopfäffchen). Nafnið vísar í hvítleitar andlitsteiknar sem minna óneitanlega á hauskúpu.
Þessir fjörugu litlu apar koma frá Suður-Ameríku og eru þekktir fyrir að vera snöggir, klárir og orkumiklir, rétt eins og þetta sokkapar, sem gefur útlitinu bæði kraft og karakter.