Xpooos sokkar - sætir sokkar - bestu sokkarnir - flugsokkar
Xpooos sokkar - sætir sokkar - bestu sokkarnir - flugsokkar
Xpooos sokkar - sætir sokkar - bestu sokkarnir - flugsokkar
Xpooos sokkar - sætir sokkar - bestu sokkarnir - flugsokkar
Xpooos sokkar - sætir sokkar - bestu sokkarnir - flugsokkar
Xpooos sokkar - sætir sokkar - bestu sokkarnir - flugsokkar

Taktu flugið

2.250 kr
Size

Hver verður fyrstur – eða flýgur þú bara beint út í lífið?

Fljúgandi hundar, klassískur bíll og grípandi fígúrur prýða þessa trylltu sokka. Þeir skera sig úr í skúffunni – innan um gráu og svörtu hversdagssokkana – og eru svakalega flottir við gallabuxur. Láttu þig dreyma… nei annars, kauptu bara par.

Þeir taka þig með í tryllta loftfimleika þar sem hundar með fluggleraugu, blaktandi eyrum og bros á vör svífa um heiðan himinn. Neðst á sokkunum blasir við eyðimerkurmynd af traustasta vininum með veisluhatt við rauðan fornbíl. Kaktusar, rendur og sjónarspil sem enginn gleymir.

Sokkar fyrir alla sem kunna að meta smá vitleysu og sprell. Ekki leiðinleg byrjun á degi – heldur litríkt, létt og skemmtilegt flugtak.

Fyrir hundaunnendur, draumóramenn – og alla sem ganga stundum með hausinn uppi í skýjunum en halda samt fótunum á jörðinni.

Nýlega skoðað